Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   sun 04. september 2022 21:35
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi Jónas: Þetta stig er gríðarlega sterkt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA var feginn að liðið hans náði stigi á lokamínútum leiks þeirra gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Já þetta leik ekki vel út en við erum bara gríðarlega ánægðir með að ná þessu stigi úr því sem komið var. Fyrri hálfleikur er bara fínn spilanlega hjá okkur, við náðum ekki að gera mikið eða skapa mikið en allt í lagi spilað svo var seinni hálfleikurinn ekki nógu góður. Þeir komast yfir þegar við erum einum færri inn á vellinum, hann (Rodri) fær skurð á augabrúnina þannig við erum einum færri og kannski erum ekki skynsamir þar og þeir skora sem er mjög pirrandi en síðan þegar annað markið kemur þá lítur út fyrir að þeir muni sigla þessu heim. Bara mikið hrós á strákana að hafa haldið áfram og náð að jafna því það er ennþá 2-0 á 90. mínútu."

KA hefur átt erfiða viku þar sem þeir töpuðu fyrir FH og Víking á loka mínutum beggja þessara leikja og þreytan eftir það sást í leiknum í dag.

„Mér fannst við kannski ekki jafn ferskir og við höfum verið en við erum búnir að vera tala um það að frammistöðurnar hafa verið góðar. Í dag er þetta kannski ekki alveg nógu góð frammistaða ef þú lítur yfir heildina á leikinn en það má ekki gleyma því að Fram hefur ekki tapað mörgum leikjum hérna ég held það sé bara einn. Þeir eru bara sterkir og við lendum í því að vera einum færri þegar þeir skora markið og mörk breyta leikjum þannig að við erum ekki alveg ánægðir með frammistöðuna í dag en þetta stig er gríðarlega sterkt úr því sem komið var og það getur verið að það muni skipta miklu máli þegar við gerum upp í lokin."

KA situr í 2. sæti deildarinnar þegar 2 leikir eru eftir af venjulegri deildarkeppni.

„Við ætlum okkur bara að halda okkur þarna, við erum sterkir og við erum búnir að vera spila vel í sumar. Við teljum okkur eiga vera þarna uppi þannig við erum bara að keppa um þessi efstu sæti það hefur ekkert breyst og mun vonandi ekkert breytast. Við förum núna bara heim og fáum núna smá tíma til að endurheimta fyrir næsta leik og mætum bara vel tilbúnir í þann leik og ætlum okkur að vera þarna uppi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner