Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   sun 04. september 2022 21:35
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi Jónas: Þetta stig er gríðarlega sterkt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA var feginn að liðið hans náði stigi á lokamínútum leiks þeirra gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Já þetta leik ekki vel út en við erum bara gríðarlega ánægðir með að ná þessu stigi úr því sem komið var. Fyrri hálfleikur er bara fínn spilanlega hjá okkur, við náðum ekki að gera mikið eða skapa mikið en allt í lagi spilað svo var seinni hálfleikurinn ekki nógu góður. Þeir komast yfir þegar við erum einum færri inn á vellinum, hann (Rodri) fær skurð á augabrúnina þannig við erum einum færri og kannski erum ekki skynsamir þar og þeir skora sem er mjög pirrandi en síðan þegar annað markið kemur þá lítur út fyrir að þeir muni sigla þessu heim. Bara mikið hrós á strákana að hafa haldið áfram og náð að jafna því það er ennþá 2-0 á 90. mínútu."

KA hefur átt erfiða viku þar sem þeir töpuðu fyrir FH og Víking á loka mínutum beggja þessara leikja og þreytan eftir það sást í leiknum í dag.

„Mér fannst við kannski ekki jafn ferskir og við höfum verið en við erum búnir að vera tala um það að frammistöðurnar hafa verið góðar. Í dag er þetta kannski ekki alveg nógu góð frammistaða ef þú lítur yfir heildina á leikinn en það má ekki gleyma því að Fram hefur ekki tapað mörgum leikjum hérna ég held það sé bara einn. Þeir eru bara sterkir og við lendum í því að vera einum færri þegar þeir skora markið og mörk breyta leikjum þannig að við erum ekki alveg ánægðir með frammistöðuna í dag en þetta stig er gríðarlega sterkt úr því sem komið var og það getur verið að það muni skipta miklu máli þegar við gerum upp í lokin."

KA situr í 2. sæti deildarinnar þegar 2 leikir eru eftir af venjulegri deildarkeppni.

„Við ætlum okkur bara að halda okkur þarna, við erum sterkir og við erum búnir að vera spila vel í sumar. Við teljum okkur eiga vera þarna uppi þannig við erum bara að keppa um þessi efstu sæti það hefur ekkert breyst og mun vonandi ekkert breytast. Við förum núna bara heim og fáum núna smá tíma til að endurheimta fyrir næsta leik og mætum bara vel tilbúnir í þann leik og ætlum okkur að vera þarna uppi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner