Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 04. september 2022 21:35
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi Jónas: Þetta stig er gríðarlega sterkt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA var feginn að liðið hans náði stigi á lokamínútum leiks þeirra gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Já þetta leik ekki vel út en við erum bara gríðarlega ánægðir með að ná þessu stigi úr því sem komið var. Fyrri hálfleikur er bara fínn spilanlega hjá okkur, við náðum ekki að gera mikið eða skapa mikið en allt í lagi spilað svo var seinni hálfleikurinn ekki nógu góður. Þeir komast yfir þegar við erum einum færri inn á vellinum, hann (Rodri) fær skurð á augabrúnina þannig við erum einum færri og kannski erum ekki skynsamir þar og þeir skora sem er mjög pirrandi en síðan þegar annað markið kemur þá lítur út fyrir að þeir muni sigla þessu heim. Bara mikið hrós á strákana að hafa haldið áfram og náð að jafna því það er ennþá 2-0 á 90. mínútu."

KA hefur átt erfiða viku þar sem þeir töpuðu fyrir FH og Víking á loka mínutum beggja þessara leikja og þreytan eftir það sást í leiknum í dag.

„Mér fannst við kannski ekki jafn ferskir og við höfum verið en við erum búnir að vera tala um það að frammistöðurnar hafa verið góðar. Í dag er þetta kannski ekki alveg nógu góð frammistaða ef þú lítur yfir heildina á leikinn en það má ekki gleyma því að Fram hefur ekki tapað mörgum leikjum hérna ég held það sé bara einn. Þeir eru bara sterkir og við lendum í því að vera einum færri þegar þeir skora markið og mörk breyta leikjum þannig að við erum ekki alveg ánægðir með frammistöðuna í dag en þetta stig er gríðarlega sterkt úr því sem komið var og það getur verið að það muni skipta miklu máli þegar við gerum upp í lokin."

KA situr í 2. sæti deildarinnar þegar 2 leikir eru eftir af venjulegri deildarkeppni.

„Við ætlum okkur bara að halda okkur þarna, við erum sterkir og við erum búnir að vera spila vel í sumar. Við teljum okkur eiga vera þarna uppi þannig við erum bara að keppa um þessi efstu sæti það hefur ekkert breyst og mun vonandi ekkert breytast. Við förum núna bara heim og fáum núna smá tíma til að endurheimta fyrir næsta leik og mætum bara vel tilbúnir í þann leik og ætlum okkur að vera þarna uppi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner