Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 04. september 2022 21:35
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi Jónas: Þetta stig er gríðarlega sterkt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson aðstoðarþjálfari KA var feginn að liðið hans náði stigi á lokamínútum leiks þeirra gegn Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 KA

„Já þetta leik ekki vel út en við erum bara gríðarlega ánægðir með að ná þessu stigi úr því sem komið var. Fyrri hálfleikur er bara fínn spilanlega hjá okkur, við náðum ekki að gera mikið eða skapa mikið en allt í lagi spilað svo var seinni hálfleikurinn ekki nógu góður. Þeir komast yfir þegar við erum einum færri inn á vellinum, hann (Rodri) fær skurð á augabrúnina þannig við erum einum færri og kannski erum ekki skynsamir þar og þeir skora sem er mjög pirrandi en síðan þegar annað markið kemur þá lítur út fyrir að þeir muni sigla þessu heim. Bara mikið hrós á strákana að hafa haldið áfram og náð að jafna því það er ennþá 2-0 á 90. mínútu."

KA hefur átt erfiða viku þar sem þeir töpuðu fyrir FH og Víking á loka mínutum beggja þessara leikja og þreytan eftir það sást í leiknum í dag.

„Mér fannst við kannski ekki jafn ferskir og við höfum verið en við erum búnir að vera tala um það að frammistöðurnar hafa verið góðar. Í dag er þetta kannski ekki alveg nógu góð frammistaða ef þú lítur yfir heildina á leikinn en það má ekki gleyma því að Fram hefur ekki tapað mörgum leikjum hérna ég held það sé bara einn. Þeir eru bara sterkir og við lendum í því að vera einum færri þegar þeir skora markið og mörk breyta leikjum þannig að við erum ekki alveg ánægðir með frammistöðuna í dag en þetta stig er gríðarlega sterkt úr því sem komið var og það getur verið að það muni skipta miklu máli þegar við gerum upp í lokin."

KA situr í 2. sæti deildarinnar þegar 2 leikir eru eftir af venjulegri deildarkeppni.

„Við ætlum okkur bara að halda okkur þarna, við erum sterkir og við erum búnir að vera spila vel í sumar. Við teljum okkur eiga vera þarna uppi þannig við erum bara að keppa um þessi efstu sæti það hefur ekkert breyst og mun vonandi ekkert breytast. Við förum núna bara heim og fáum núna smá tíma til að endurheimta fyrir næsta leik og mætum bara vel tilbúnir í þann leik og ætlum okkur að vera þarna uppi."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner