William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   mið 04. september 2024 11:13
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið
„Höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur“
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen á landsliðsæfingu.
Andri Lucas Guðjohnsen á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög mikilvægt að ná góðum árangri í Þjóðadeildinni," segir Andri Lucas Guðjohnsen sóknarmaður íslenska landsliðsins.

Ísland hefur keppni í Þjóðadeildinni á föstudaginn þegar Svartfjallaland kemur í heimsókn á Laugardalsvöll og svo er útileikur gegn Tyrklandi næsta mánudag. Hvernig líst Andra á þessa leiki?

„Bara frekar vel. Það er alltaf gaman að hitta strákana og sérstaklega gaman að spila hérna heima. Þetta eru tveir mikilvægir leikir þar sem við ætlum okkur að ná í sex stig."

Ísland hefur tvisvar komist í umspil í gegnum Þjóðadeildina og þannig fengið tækifæri til að komast á stórmót. Við höfum því fengið að kynnast hvaða möguleikum keppnin hefur upp á að bjóða.

„Við höfum séð hvað Þjóðadeildin getur gert fyrir okkur. Við fengum þessa umspilsleiki til dæmis síðast til að koma okkur á EM. Við náðum því miður ekki að nýta okkur þá," segir Andri.

Ísland vann England á Wembley í vináttulandsleik í síðasta glugga. Andri segir að ýmislegt sé hægt að taka út úr þeim leikjum.

„Það sást þar að þegar við spilum saman og erum þéttir varnarlega, þorum að spila, þá erum við mjög öflugir. Við erum með góða leikmenn sem hafa verið að fara til stórra liða í Evrópu"
Andri Lucas: Fótboltinn getur verið geggjaður og þetta er dæmi um það
Athugasemdir
banner
banner
banner