Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 04. október 2020 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Stjarnan vann - KR gerði jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Beitir bjargaði KR í uppbótartíma.
Beitir bjargaði KR í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan lagði Fjölni að velli er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í dag. Staðan var markalaus eftir leiðinlegan fyrri hálfleik.

Gestirnir úr Grafarvognum komust nálægt því að taka forystuna í upphafi síðari hálfleiks en pungurinn á Haraldi Björnssyni sendi boltann í hornspyrnu.

Leikurinn fjaraði út skömmu síðar og var lítið marktækt sem gerðist þar til á lokakaflanum þegar Hans Viktor Guðmundsson braut af sér innan vítateigs. Hilmar Árni Halldórsson skoraði af punktinum.

Meira gerðist í uppbótartíma heldur en á löngum köflum leiksins þar sem Guðjón Pétur Lýðsson fékk að líta beint rautt spjald eftir samskipti við Grétar Snæ Gunnarsson. Guðjón Pétur virtist kýla Grétar í punginn beint fyrir framan Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara.

Fjölnismenn fengu dauðafæri á 94. mínútu en Lúkas Logi Heimisson klúðraði því og urðu lokatölur því 1-0.

Mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sem er í þriðja sæti, þremur stigum fyrir ofan KR sem gerði jafntefli við HK í dag.

Stjarnan 1 - 0 Fjölnir
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('86, víti)
Rautt spjald: Guðjón Pétur Lýðsson, Stjarnan ('91)

KR komst yfir í fyrri hálfleik í Kópavogi þegar Atli Sigurjónsson skoraði eftir hrikalega einfalda sókn. HK-ingar reyndu að svara fyrir sig og komst Bjarni Gunnarsson nálægt því að skora en skot hans rétt framhjá.

KR leiddi 0-1 eftir dapran fyrri hálfleik og átti Atli skot í slá í upphafi síðari hálfleiks. Tíu mínútum síðar átti Bjarni skot í slá á hinum endanum og tóku heimamenn að færa sig framar á völlinn.

HK kom knettinum í netið en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Það var lítið að gerast í bragðdaufum leik en Ásgeir Marteinsson náði að setja jöfnunarmark á 88. mínútu.

KR er í baráttu um Evrópusæti og vildi sigurinn. Vesturbæingar héldu því sókn en HK varðist vel og komst í skyndisókn. HK-ingar voru næstum búnir að gera sigurmark, ef ekki fyrir Beiti Ólafsson sem varði vel.

KR er í fjórða sæti eftir jafnteflið, þremur stigum eftir Stjörnunni.

HK 1 - 1 KR
0-1 Atli Sigurjónsson ('26)
1-1 Ásgeir Marteinsson ('88)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner