Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Enska pundið er kóngurinn í fótboltanum"
Mynd: Brentford

Hollenski varnarmaðurinn Sepp van den Berg, leikmaður Brentford, var mjög spenntur fyrir því að fara til Hollands áður en hann gekk til liðs við Brentford frá Liverpool í sumar.


Van den Berg ræddi við stjóra PSV en að lokum var verðmiðinn of hárr fyrir hollenska liðið. Hann gekk til liðs við Brentford fyrir um 30 milljónir punda.

„Við vitum öll að enska pundið er kóngurinn í fótboltanum. Verðmiðinn sem Liverpool setti á mig var einfaldlega of hár. Líka fyrir þýsk félög þar sem ég sá mig fyrir mér spila," sagði Van den Berg.

„Ef maður horfir á heildarmyndina var best að vera áfram á Englandi. PSV kom til greina og ég íhugaði það alvarlega."


Athugasemdir
banner
banner
banner