Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á Hlíðarenda á morgun, en það er alveg óhætt að segaj að þetta sé stærsti leikur helgarinnar í íslenska boltanum.
Staðan í Bestu deild kvenna er þannig að Breiðablik er á toppnum með 60 stig en Valur í öðru sæti með 59 stig.
Blikum dugir því aðeins stig til þess að lyfta skildinum á loft en ef Valur nær að vinna mun liðið fagna Íslandsmeistaratitlinum.
Leikurinn hefst klukkan 16:15 og fer fram á N1-vellinum á Hlíðarenda.
Einnig er spenna í Bestu deild karla. Þriðja umferðin eftir tvískiptingu fer af stað.
Fram mætir Vestra í neðri hlutanum á morgun klukkan 14:00 og þá fara fimm leikir fram á sunnudag.
ÍA spilar við FH á Akranesi, topplið Víkings mætir Stjörnunni og þá mætast Breiðablik og Valur í Kópavogi.
Í neðri hlutanum gætu örlög Fylkis ráðist er liðið heimsækir HK í Kórinn. Fylkir er á botninum í Bestu deildinni með 17 stig.
KA mætir þá KR á Akureyri. Sæti KA í efstu deild er öruggt en KR-ingar gætu farið langleiðina með að tryggja áframhaldandi veru sína í deildinni.
Leikir helgarinnar:
laugardagur 5. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 Fram-Vestri (Lambhagavöllurinn)
Besta-deild kvenna - Efri hluti
14:00 Þór/KA-Víkingur R. (Greifavöllurinn)
14:00 FH-Þróttur R. (Kaplakrikavöllur)
16:15 Valur-Breiðablik (N1-völlurinn Hlíðarenda)
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 ÍA-FH (ELKEM völlurinn)
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
19:15 Breiðablik-Valur (Kópavogsvöllur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-KR (Greifavöllurinn)
17:00 HK-Fylkir (Kórinn)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir