Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   mið 04. nóvember 2020 16:06
Elvar Geir Magnússon
Maupay kominn úr skammarkróknum
Graham Potter, stjóri Brighton, hefur staðfest að franski sóknarmaðurinn Neal Maupay verði í leikmannahópnum á föstudag þegar leikið verður gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Maupay, sem er markahæsti leikmaður Brighton á tímabilinu með fjögur mörk, var óvænt ekki í hópnum gegn Tottenham síðasta sunnudag.

Potter var ekki ánægður með hugarfar leikmannsins. Enskir fjölmiðlar segja að hann hafi verið með stæla á æfingasvæðinu og líti of stórt á sig.

„Hann hefur æft með okkur í vikunni og viðurkennir að hann hafi ekki hegðað sér nægilega vel. Stundum láta menn skapið hlaupa með sér í gönur, við erum fagmenn en stundum fara menn yfir strikið og þá þarf að bregðast við," segir Potter.

„Það eru engin vandamál með Neal. Við lítum á þetta sem eitt atvik og horfum fram veginn."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner