mið 04. nóvember 2020 20:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Palli Gísla lætur af störfum hjá Þór (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Viðar Gíslason hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks Þórs. Þessu er greint frá á thorsport.is í kvöld.

Palli tók við Þórsliðinu á nýjan leik, eftir nokkura ára fjarveru, fyrir síðustu leiktíð. Í greininni á thorsport kemur fram að ástæða breytingarinnar sé sú að Þór vill ráða þjálfara í fullt starf til að efla starfið í kringum meistaraflokkinn.

Þór endaði í 5. sæti Lengjudeildarinnar á liðnu tímabili með 31 stig úr 20 leikjum. Markmiðið fyrir tímabilið var að berjast um sæti í Pepsi Max-deildinni að ári en ljóst var um mitt tímabil að Þór myndi ekki fara upp um deild.

Af thorsport.is
Palli Gísla eins og hann er alltaf kallaður hefur undanfarið ár og að sjálfsögðu mun lengur en það unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Það er nánast ógjörningur að þakka honum nægjanlega fyrir allt sitt framlag hingað til fyrir Þór enda Palli einn af mestu Þórsurum sem fyrir finnast. Félagið óskar Palla að sjálfsögðu velferðar í þeim verkefnum sem bíða hans í framtíðinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner