Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
   mið 07. janúar 2026 10:56
Elvar Geir Magnússon
Selja Guehi í þessum mánuði ef rétt tilboð berst - „Ég er ekki kjáni“
Marc Guehi er fyrirliði Palace.
Marc Guehi er fyrirliði Palace.
Mynd: EPA
Oliver Glasner. stjóri Crystal Palace, segir að félagið myndi selja varnarmanninn Marc Guehi núna í janúarglugganum ef rétt tilboð berst.

Samningur enska miðvarðarins rennur út í sumar og Manchester City gæti gert tilboð í hann í þessum mánuði. Áhugi City hefur aukist eftir meiðsli Josko Gvardiol og Rúben Dias.

Mörg af stærstu félögum Evrópu hafa sýnt honum áhuga en hann var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í lok sumargluggans.

„Ég er enginn kjáni. Ef það kemur stórt tilboð frá City og Marc vill fara þá mun þetta gerast," segir Glasner.

Bayern München, Real Madrid, Barcelona, Inter og Atletico Madrid eru meðal evrópskra félaga sem hafa sýnt áhuga á að fá Guehi á frjálsri sölu. Hann má núna fara í samningaviðræður við erlend félög.

„Ef það kemur stórt tilboð þá mun félagið segja 'Nú er fjárhagsleg ástæða orðin stærri en íþróttaleg'. Það er alltaf viss þröskuldur."

Guehi hjálpaði Palace að enda í tólfta sæti á síðasta tímabili og vinna FA-bikarinn. Liðið vann Samfélagsskjöldinn í ágúst og er núna í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þá er liðið komið í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner
banner
banner