Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. nóvember 2020 18:01
Elvar Geir Magnússon
Vill sjá Rúnar Alex aftur í markinu - „Reyndi nánast ekkert á hann"
Rúnar Alex í leiknum gegn Dundalk.
Rúnar Alex í leiknum gegn Dundalk.
Mynd: Getty Images
Á Arsenal stuðningsmannasíðunni Just Arsenal skrifar Shenel Osman pistil og kallar eftir því að íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson verði í markinu í Evrópudeildarleiknum gegn Molde á morgun.

Rúnar Alex lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í síðustu viku þegar liðið vann 3-0 sigur gegn írska liðinu Dundalk.

„Ég vonast eftir því að í leiknum á morgun muni Arteta velja Runarsson frekar en aðalmarkvörðinn Bernd Leno. Ég segi þetta aðeins vegna þess að í hans fyrsta leik gegn Dundalk þá reyndi nánast ekkert á hann," skrifar Osman.

„Það er alltaf fínt þegar markvörðurinn þinn hefur lítið að gera en við þurfum að fá að vita það hvort við séum með nægilega góða varaskeifu ef Leno meiðist, hvort Rúnarsson geti gert það sama og Martínez þegar hann fékk tækifærið."

„Auðvitað vil ég ekki að Leno meiðist en við höfum verið óheppnir með meiðsli í gegnum tíðina og vitum að ýmislegt getur gerst. Ég trúi því að Rúnarsson muni reynast okkru vel en hingað til getum við bara dæmt hann á því sem við heyrum um hann. Ég efast samt ekki um að hann sé góður leikmaður því annars hefðum við ekki fengið hann til okkar. Ég vonast eftir því að meira muni reyna á hann á morgun en gegn Dundalk svo við sjáum í raun hvað í honum býr."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner