Gestur vikunnar er í einu áhugaverðasta starfi í íslenskum fótbolta. Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfar lið frá bæjarfélagi þar sem enginn býr, því miður.
Við ræddum saman um fótboltaferilinn, 48 tíma reglu Bo Hendrikssen, hvernig það var að þjálfa með Heimi Guðjóns, Tufa og Jóni Þór ásamt því sem Haraldur spáir því að trúðurinn Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna.
Kvikmyndaunnendur landsins munu líka njóta þessa þáttar enda er Halli kvikmyndafræðingur eftir að hafa gert lokaverkefni um sjálfan Jón Pál Sigmarsson !
Við Turnarnir bjóðum Visitor velkomin í hópinn sem stuðningsaðilar. Þau bætast í hópinn með okkar hundtryggu aðdáendum í Nettó, Lengjunni, Netgíró, Hafinu fiskverslun, Fitness sport og Tékkanum Budvar!
Turnarnir eru í útrás - fylgist með :)
Tveggja Turna Tal er hlaðvarpsþáttur þar sem Jón Páll Pálmason sest niður með þjálfurum, þverrt á íþróttagreinar og ræðir þjálfun frá hinum ýmsu vinklum.
Þættina má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.