Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. desember 2019 23:23
Hafliði Breiðfjörð
Sveindís með öll fjögur í sigri á Val
Sveindís og Fanndís skoruðu mörkin í kvöld og fengu verðlaun frá Origo eftir leik. Bose hátalara.
Sveindís og Fanndís skoruðu mörkin í kvöld og fengu verðlaun frá Origo eftir leik. Bose hátalara.
Mynd: Origo
Keflavík 4 - 2 Valur
1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir
2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir
3-0 Sveindís Jane Jónsdóttir
4-0 Sveindís Jane Jónsdóttir
4-1 Fanndís Friðriksdóttir
4-2 Fanndís Friðriksdóttir

Keflavík vann óvæntan 4-2 sigur á Val í lokaumferð Bose móts kvenna í Reykjaneshöllinni í kvöld. Valsstúlkur hefðu með jafntefli getað tryggt sér sigur í mótinu eftir stórsigra gegn KR og FH í mótinu en verða nú að bíða eftir lokaleik mótsins á laugardag.

Valur er með 4 stig, en FH, KR og Keflavík hafa öll 2 stig. FH og KR mætast í lokaleik mótsinsins í Skessunni á laugardag og þarf annað hvort þeirra liða að vinna stórsigur til að ná komast upp fyrir Val á markatölu.

Keflavíkurstúlkur, sem höfðu tapað leikjum sínum í mótinu, komu mjög ákveðnar til leiks og komust yfir með marki Sveindísar Jane Jónsdóttur. Staðan í leikhléi var 1-0 fyrir Keflavík en Sveindís Janes bætti við þremur mörkum í síðari háfleiknum og skoraði öll fjögur mörk Kefalvíkur í leiknum.

Fanndís Friðriksdóttir svaraði með tveimur mörkum fyrir Val, það seinna úr vítaspyrnu á lokamínútunni, en það dugði Hlíðarendaliðinu skammt. Óvæntur sigur Keflavíkur staðreynd og heimastúlkur fögnuðu vel og innilega í leikslok.

„Þetta var frábær leikur hjá okkur og ég verð að viðurkenna að við bjuggumst ekki við að vinna Val í kvöld. Við vorum ákveðnar og ætluðum að standa okkur vel og það tókst heldur betur. Það er gaman að fara inn í jólafríið eftir svona sigur," sagði Sveindís Jane, hetja Keflavíkur í leiknum.

„Þetta var alls ekki nógu gott hjá okkur. Ég veit ekki alveg hvað klikkaði en við náðum ekki að nýta færin sem við fengum og vorum ekki nógu góðar. Þetta var ekki vanmat en Keflavík nýtti sín færi mjög vel. Við höfum engar áhyggjur því það er bara desember og ennþá langt í sjálft Íslandsmótið," sagði Fanndís Friðrksdóttir, besti leikmaður Vals í leiknum.

Fótbolti.net verður með sérstakan bikarúrslitaþátt á laugardag á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14. Umsjónarmenn eru @tomthordarson og @elvargeir. Hitað verður upp fyrir leikinn en Pétur Pétursson og Þorgrímur Þráinsson verða meðal gesta.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner