fös 04. desember 2020 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Llorente orðinn heill en verður ekki með gegn Chelsea
Mynd: Leeds United
Leeds keypti spænska miðvörðinn Diego Llorente í sumar en hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu. Hann er orðinn heill heilsu en verður ekki með Leeds á morgun gegn Chelsea þar sem Marcelo Bielsa vill að miðvörðurinn spili með U23 liði Leeds áður en hann spilar með aðaliðinu.

„Llorente er orðinn heill heilsu. Hann gæti spilað en það er betra að hann spili með varaliðinu fyrst því það er langt siðan hann spilaði síðast. Við vonumst til þess að þurfa ekki að drífa hann til baka í liðið," sagði Bielsa í dag.

Pablo Hernandez er einnig frá vegna meiðsla en búast má við því að hann snúi til baka á næstunni líkt og Llorente. Adam Forshaw er enn frá vegna meiðsla en það styttist í að Jamie Shackleton snúi til baka í leikmannahóp Leeds.

Leeds mætir Chelsea annað kvöld í fyrsta leik Bielsa og Frank Lampard frá 'Spygate' málinu sem vakti athygli fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner