Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 21:30
Brynjar Ingi Erluson
„Grealish veit að hann þarf að gera betur"
Pep Guardiola
Pep Guardiola
Mynd: EPA
Jack Grealish
Jack Grealish
Mynd: Getty Images
„Við sköpuðum fleiri færi en á miðvikudag en þessi leikur hefði getað verið búinn eftir fimmtán mínútur. Það mikilvægasta var að vinna," sagði Pep Guardiola eftir 3-1 sigur Manchester City á Watford í kvöld.

Lærisveinar Guardiola voru magnaðir gegn Watford og í raun ótrúlegt að sigurinn hafi ekki verið stærri. Daniel Bachmann varði eins og berserkur í marki Watford en Guardiola var þó sáttur við stigin þrjú.

„Sjáðu hvað gerðist hjá Manchester United og Chelsea. Við gerðum mjög vel og leyfðum þeim ekki að spila sinn bolta. Ég ber mikla virðingu fyrir Claudio Ranieri og það er ekki eins og Watford vildi þetta ekki, við bara leyfðum þeim ekki að gera neitt."

Jack Grealish klúðraði nokkrum góðum færum í leiknum en Guardiola segir að hann viti að hann eigi að gera betur.

„Jack veit það. Hann verður að gera betur en það erfiðasta í fótbolta er að koma boltanum í netið. Stundum skorar maður mark úr þremur tilraunum og stundum úr fimmtán. Svona er fótboltinn."

Guardiola þakkaði Bernardo Silva sérstaklega fyrir en spænski stjórinn sagði að Bernardo væri besti leikmaður deildarinnar á dögunum.

„Ég vil þakka Bernardo sérstaklega fyrir því hann sá til þess að ég hafði ekki rangt fyrir mér. Hann er svo hógvær og það eru þúsund, eða nei kannski ekki þúsund, en það eru frábærir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og hann er að gera frábæra hluti," sagði Guardiola í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner