
Louis van Gaal, þjálfari hollenska landsliðsins, hefur verið í miklu stuði á heimsmeistaramótinu í Katar en hann kom liðinu í 8-liða úrslit mótsins í gær.
Holland vann góðan 3-1 sigur á Bandaríkjunum í gær þökk sé mörkum frá Memphis Depay, Daley Blind og Denzel Dumfries.
Liðið fagnaði sigrinum vel og innilega en leikmenn og þjálfarar fengu höfðingjalegar móttökur á hótelinu er þeir snéru aftur eftir sigurinn.
Leikmenn dönsuðu en það var svo rúsínan í pylsuendanum er Van Gaal mætti á svæðið.
Hann dansaði með símann á lofti en myndband af því má sjá hér fyrir neðan.
🔥 Just wait for Louis van Gaal to arrive. You will not regret it. #NED #Oranje pic.twitter.com/XaCMS16IPg
— Joe Prince-Wright (@JPW_NBCSports) December 3, 2022
Athugasemdir