Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mið 04. desember 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Amorim: Stormurinn mun koma
Undir stjórn Amorim gerði United jafntefli við Ipswich og vann svo Bodö/Glimt og Everton.
Undir stjórn Amorim gerði United jafntefli við Ipswich og vann svo Bodö/Glimt og Everton.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur átt fína byrjun undir stjórn Rúben Amorim en portúgalski stjórinn horfir raunsætt á hlutina og aðvarar stuðningsmenn við því að það munu koma erfiðir kaflar.

United er ósigrað í þeim þremur leikjum sem Amorim hefur stýrt en Portúgalinn fer í sitt erfiðasta verkefni í kvöld þegar leikið verður gegn Arsenal.

Amorim er að breyta leikstíl og kerfi en hann lætur liðið spila 3-4-3 og vill sjá menn pressa hátt á vellinum.

„Stormurinn mun koma. Við munum eiga erfiðar stundir og það koma leikir þar sem andstæðingurinn mun lesa okkur. Ég veit það því ég þekki mína leikmenn, þekki fótboltann og fylgist með," segir Amorim.

„Við þurfum að einbeita okkur að hverjum leik fyrir sig, skoða frammistöðuna og hvað við þurfum að bæta. Ég veit að það er erfitt að vera stjóri Manchester United og tala svona því við viljum vinna alla leiki og munum auðvitað reyna það. En ef þú berð okkur til dæmis saman við Arsenal þá erum við á allt öðrum stað."

Leikur Arsenal og Manchester United hefst klukkan 20:15.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 21 15 5 1 50 20 +30 50
2 Arsenal 22 12 8 2 43 21 +22 44
3 Nott. Forest 22 13 5 4 33 22 +11 44
4 Man City 22 11 5 6 44 29 +15 38
5 Chelsea 22 10 8 4 42 27 +15 38
6 Newcastle 22 11 5 6 38 26 +12 38
7 Bournemouth 22 10 7 5 36 26 +10 37
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 22 8 10 4 35 30 +5 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 22 8 4 10 40 39 +1 28
12 Crystal Palace 22 6 9 7 25 28 -3 27
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 22 7 3 12 45 35 +10 24
16 Everton 21 4 8 9 18 28 -10 20
17 Wolves 22 4 5 13 32 49 -17 17
18 Ipswich Town 22 3 7 12 20 43 -23 16
19 Leicester 22 3 5 14 23 48 -25 14
20 Southampton 22 1 3 18 15 50 -35 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner