Liverpool hefur boðið Virgil van Dijk nýjan samning. Gildandi samningur hans rennur út næsta sumar, það sama á við um samninga Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah.
The Athletic segir að Liverpool hafi nú stigið fyrsta skrefið til að reyna að halda þríeykinu og hollenski miðvörðurinn sé kominn með samningstilboð í hendurnar.
Hinn 33 ára Van Dijk hefur spilað fantavel í hjarta varnarinnar hjá Liverpool undir stjórn Arne Slot á tímabilinu og sýnt að hann er enn meðal bestu miðvarða heims.
Það ber þó enn mikið á milli í viðræðunum milli Liverpool og Van Dijk, bæði hvað varðar samningslengd og launatölur. Leikmaðurinn vill betra tilboð.
The Athletic segir að Liverpool hafi nú stigið fyrsta skrefið til að reyna að halda þríeykinu og hollenski miðvörðurinn sé kominn með samningstilboð í hendurnar.
Hinn 33 ára Van Dijk hefur spilað fantavel í hjarta varnarinnar hjá Liverpool undir stjórn Arne Slot á tímabilinu og sýnt að hann er enn meðal bestu miðvarða heims.
Það ber þó enn mikið á milli í viðræðunum milli Liverpool og Van Dijk, bæði hvað varðar samningslengd og launatölur. Leikmaðurinn vill betra tilboð.
Liverpool hyggst í kjölfarið hafa samband við umboðsmenn Salah og hefja viðræður um nýjan samning við egypska sóknarleikmanninn. Salah hefur fengið áhuga frá PSG og Sádi-Arabíu.
Alexander-Arnold hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid og spænska félagið vill klófesta hann á frjálsri sölu. Athletic segir að Liverpool muni reyna að halda honum þó viðræður séu ekki komnar í gang.
Lífið leikur við Liverpool sem er með níu stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni og hefur einnig verið á flugi í Meistaradeildinni.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 14 | 11 | 2 | 1 | 29 | 11 | +18 | 35 |
2 | Chelsea | 14 | 8 | 4 | 2 | 31 | 15 | +16 | 28 |
3 | Arsenal | 14 | 8 | 4 | 2 | 28 | 14 | +14 | 28 |
4 | Man City | 14 | 8 | 2 | 4 | 25 | 19 | +6 | 26 |
5 | Brighton | 13 | 6 | 5 | 2 | 22 | 17 | +5 | 23 |
6 | Nott. Forest | 14 | 6 | 4 | 4 | 16 | 16 | 0 | 22 |
7 | Aston Villa | 14 | 6 | 4 | 4 | 22 | 23 | -1 | 22 |
8 | Tottenham | 13 | 6 | 2 | 5 | 28 | 14 | +14 | 20 |
9 | Brentford | 14 | 6 | 2 | 6 | 27 | 26 | +1 | 20 |
10 | Newcastle | 14 | 5 | 5 | 4 | 17 | 17 | 0 | 20 |
11 | Man Utd | 14 | 5 | 4 | 5 | 17 | 15 | +2 | 19 |
12 | Fulham | 13 | 5 | 4 | 4 | 18 | 18 | 0 | 19 |
13 | Bournemouth | 13 | 5 | 3 | 5 | 20 | 19 | +1 | 18 |
14 | West Ham | 14 | 4 | 3 | 7 | 18 | 27 | -9 | 15 |
15 | Everton | 14 | 3 | 5 | 6 | 14 | 21 | -7 | 14 |
16 | Leicester | 14 | 3 | 4 | 7 | 19 | 28 | -9 | 13 |
17 | Crystal Palace | 14 | 2 | 6 | 6 | 12 | 18 | -6 | 12 |
18 | Ipswich Town | 14 | 1 | 6 | 7 | 13 | 25 | -12 | 9 |
19 | Wolves | 14 | 2 | 3 | 9 | 22 | 36 | -14 | 9 |
20 | Southampton | 14 | 1 | 2 | 11 | 11 | 30 | -19 | 5 |
Athugasemdir