Jón Arnar kom vel inn í lið HK á síðasta tímabil og átti stóran þátt í eftirminnilegum sigri HK á KR snemma síðasta sumar. Jón Arnar skoraði tvö mörk í fjórtán leikjum síðasta sumars.
Jón er uppalinn hjá Stjörnunni en hefur auk þess leikið með Skínanda, Þrótti R., Fjarðabyggð, ÍR og KFG á sínum ferli ásamt háskólaliði vestanhafs. Jón segir frá hinni hliðinni sinni í dag.
Jón er uppalinn hjá Stjörnunni en hefur auk þess leikið með Skínanda, Þrótti R., Fjarðabyggð, ÍR og KFG á sínum ferli ásamt háskólaliði vestanhafs. Jón segir frá hinni hliðinni sinni í dag.
Fullt nafn: Jón Arnar Barðdal
Gælunafn: Jonni, en leifur kallar mig alltaf jonnarinn
Aldur: 25
Hjúskaparstaða: föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2014 með Stjörnunni á móti Fylki
Uppáhalds drykkur: Epla toppurinn er rosalegur
Uppáhalds matsölustaður: KFC
Hvernig bíl áttu: vel rispaðann og beyglaðann golf
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: new girl/office
Uppáhalds tónlistarmaður: akkurat núna er það Tame Impala
Uppáhalds hlaðvarp: DR Football
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: fyltar reimar, þrist og jarðaber
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Your SecureCode is 13738643. The purchase amount is USD 50.00 from eToro
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: gæti aldrei farið í lið sem væri í sömu deild og KFG
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Van Dijk þó að það hafi bara verið í nokkrar mínútur
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þorri Geir í battabolta
Sætasti sigurinn: 2014 úrslitaleikurinn á móti FH og 3-0 sigurinn siðasta sumar á móti KR
Mestu vonbrigðin: að koma ekki inná á móti Inter Milan
Uppáhalds lið í enska: Man Utd
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kára Pétursson fyrir góðar sögur í klefanum
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Valgeir V
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ásgeir Börkur með millisítt skegg
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Ronaldo
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Ljubbarinn
Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar eina helgi á ári
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar ég sparkaði smá aftan í Scott Brown og hann hótaði að brjóta á mér lappirnar
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nii
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já UFC, Formula1 og Pílan er gott sjónverpsefni.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: átti mjög erfitt með tungumál
Vandræðalegasta augnablik: haha ni
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: pass
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: hef spilað í öllum deildum á Íslandi
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Diddi - hvað það er létt að pirra hann
Hverju laugstu síðast: áðan að ég ætlaði að taka til heima
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir