Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú af stærstu félögum Evrópu vilja bakvörð Crystal Palace
Daniel Munoz.
Daniel Munoz.
Mynd: Getty Images
Daniel Munoz, bakvörður Crystal Palace, er eftirsóttur og munu stærstu félög Evrópu berjast um hann í sumar.

Þetta herma heimildir Antena2 en þar segir að Chelsea og Manchester City séu að sýna honum áhuga og þá muni Barcelona einnig hafa augastað á honum.

Talið er að ensku félögin leiði kapphlaupið um hann en Pep Guardiola, stjóri Man City, er sagður líta á Munoz sem arftaka fyrir Kyle Walker.

Hinn 28 ára gamli Munoz hefur spilað vel með Palace á tímabilinu en hann hefur verið algjör fastamaður í liðinu.

Munoz, sem er landsliðsmaður Kólumbíu, gekk í raðir Palace í janúar í fyrra fyrir 8 milljónir evra frá Genk í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner