Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. mars 2021 09:40
Elvar Geir Magnússon
Arsenal vill Konate - Laun Bruno tvöfaldast
Powerade
Ibrahima Konate.
Ibrahima Konate.
Mynd: Getty Images
Odsonne Edouard
Odsonne Edouard
Mynd: Getty Images
Jorginho.
Jorginho.
Mynd: Getty Images
Konate, Lacazette, Elmohamady, Fernandes, Koulibaly, Pereira, Jakobs og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Arsenal er meðal félaga sem hefur áhuga á franska varnarmanninum Ibrahima Konate (21) hjá RB Leipzig. (Standard)

Konate er einn af sex leikmönnum sem Arsenal er að vinna að. Félagið er þá tilbúið að selja franska sóknarmanninn Alexandre Lacazette (29) fyrir rétt verð. (Football.London)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er aðdáandi Jack Grealish (25) en City leggur hinsvegar áherslu á að fá inn varnartengilið, sóknarmann og vinstri bakvörð. (Mirror)

Bruno Fernandes (26) mun skrifa undir nýjan samning við Manchester United sem mun tvöfalda laun hans upp í 200 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

Leicester City er nálægt því að ganga frá 15 milljóna punda kaupum á franska framherjanum Odsonne Edouard (23) frá Celtic en Brendan Rodgers telur að hann geti fyllt skarð Jamie Vardy (34) í framtíðinni. (Mail)

Egypski varnarmaðurinn Ahmed Elmohamady (33) mun yfirgefa Aston Villa á frjálsri sölu í sumar en félagið hefur ekki í hyggju að bjóða honum nýjan samning. (Football Insider)

Staða Chris Wilder, stjóra Sheffield United, er ótraust en eigandi félagsins, Abdullah prins, er ekki sammála kaupstefnu hans og þá eru menn ekki sammála um áætlanir stjórnar félagsins að fá inn yfirmann fótboltamála. (Mail)

Napoli hefur lækkað verðmiðann á varnarmanninum Kalidou Koulibaly (29) niður í 38,7 milljónir punda. Talið er að Bayern München sé líklegra en Liverpool og Manchester United í baráttu um senegalska varnarmanninn. (Il Mattino)

Manchester United er að skoða hvaða félög gætu viljað fá Andreas Pereira (25) því Lazio mun væntanlega ekki kaupa hann. Pereira er á láni hjá ítalska félaginu. (Corriere Dello Sport)

Leicester City hefur endurnýjað áhuga sinn á Ismail Jakobs (21) hjá Köln. Brighton hefur einnig áhuga á þýska U21-landsliðsmanninum. (Mail)

Fjárhagsleg pressa gæti neyttt Valencia til að selja sóknarmanninn Goncalo Guedes (24) sem er á óskalista West Ham. (O Jogo)

Juventus er með Jorginho (29), miðjumann Chelsea, sem varaáætlun ef félaginu mistekst að selja ítalska miðjumanninn Manuel Locatelli (23) frá Sassuolo. (Calciomercato)

Rúmenski varnarmaðurinn Radu Dragusin (19) er að skrifa undir nýjan samning við Juventus. Hann hefur verið orðaður við Crystal Palace. (Goal)

Eintracht Frankfurt segist ekki ætla að standa í vegi fyrir Fredi Bobic (49), yfirmanni íþróttamála, ef hann vill yfirgefa félagið. Manchester United, West Ham og Hertha Berlín hafa áhuga á Þjóðverjanum. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner