Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 05. mars 2021 12:47
Magnús Már Einarsson
Klopp um Salah: Allt í góðu
Salah í leiknum í gær.
Salah í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, var allt annað en ánægður þegar hann var tekinn af velli fyrir Alex Oxlade-Chamberlain eftir rúman klukkutíma í 1-0 tapinu gegn Chelsea í gær. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í málið á fréttamannafundi í dag.

„Er þessi staða virkilega eitthvað sem við þurfum að tala almennilega um? Við vorum að tapa 1-0. Hann var ósáttur sem sóknarmaður við að vera tekinn af velli, hann vildi vera áfram inn á," sagði Klopp.

„Þetta er eðlileg staða. Þetta er allt í lagi. Svona hlutir eru ekki okkar vandamál."

„Við þurfum klárlega að bæta okkur. Mo er með frábæra markatölfræði og hann veit það eins og allir að hann gæti verið búinn að skora meira núna. Það er ekki vandamál, við þurfum bara að bæta okkur sem heild."


Klopp minnti einnig á að Salah hafi fengið kærkomna hvíld í gær.

„Hálftími án Mo Salah er kannski ástæðan fyrir því að hann getur spilað á sunnudaginn (gegn Fulham)," sagði Klopp.
Enski boltinn - Mögnuð Meistaradeildarbarátta
Athugasemdir
banner