Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
banner
   sun 05. mars 2023 13:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Nottingham Forest og Everton: Dyche ekki með níu
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Nottingham Forest tekur á móti Everton.

Það eru tveir mánuðir eftir af tímabilinu en það er mikið undir í dag. Fyrir leikinn er Forest í 14. sæti með 25 stig, fjórum stigum meira en Everton sem er í 18. sæti.

Bæði þessi lið eru að reyna af miklu kappi að forðast falldrauginn.

Steve Cooper, stjóri Forest, gerir eina breytingu á liðinu sem tapaði 4-0 gegn West Ham um síðustu helgi. Serge Aurier snýr aftur inn í liðið fyrir Neco Williams.

Tvær breytingar eru á byrjunarliði Everton frá 4-0 tapinu gegn Arsenal í miðri viku. Ben Godfrey og Demarai Gray koma inn í byrjunarliðið fyrir Neal Maupay og Vitalii Mykolenko. Dominic Calvert-Lewin er enn á meiðslalistanum og er engin hreinræktuð nía í byrjunarliði Everton í dag.

Byrjunarlið Nottingham Forest: Navas, Aurier, Worrall, Felipe, Lodi, Freuler, Shelvey, Colback, Johnson, Gibbs-White, Wood.
(Varamenn: Hennessey, Mangala, Williams, Lingard, Toffolo, Surridge, Yates, Dennis, Ayew)

Byrjunarlið Everton: Pickford, Coleman, Keane, Tarkowski, Godfrey, Iwobi, Doucoure, Gueye, Onana, McNeil, Gray.
(Varamenn: Begovic, Holgate, Mina, Maupay, Davies, Vinagre, Coady, Garner, Simms)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir