Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 05. apríl 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deeney varð bálreiður út í Ighalo á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Troy Deeney, fyrirliði og framherji Watford, segir frá atviki þar sem hann var nálægt því að hefja hávaða rifrildi við Odion Ighalo, þáverandi samherja hjá Watford. Ighalo er í dag á láni hjá Manchester United frá kínversku félagi.

Deeney segir frá því að Ighalo hafi á sínum tíma ekkert viljað heitar en að skora á Old Trafford, heimavelli United. Ighalo hefur viðurkennt að árið 2016 hafi hann ekki haft augun á öðru en marki United.

Deeney var orðinn vel pirraður á samherja sínum sem gaf ekki boltann á Deeney fyrir opnu marki heldur lét vaða sjálfur. Deeney segist hafa þurft að keyra heim einn til að koma í veg fyrir að missa hausinn með Ighalo og liðinu á leiðinni heim.

„Hann æfir vel og þrætir aldrei við neinn," sagði Deeney við The United Stand. „Við spiluðum í eitt ár saman og í eitt skiptið missti ég hausinn. Hann átti fjórar eða fimm tilraunir og ég man eftir að hann komst í gegn. Eina sem hann þurfti að gera var að renna boltanum til mig og ég hefði rúllað boltanum í netið."

„Hann ákvað að skjóta sjálfur og hann vissi... Hann leit á mig og vissi að ég var brjálaður. Ég man að ég var bálreiður því United vann 1-0. Ég keyrði heim á meðan restin af liðinu flaug. Ég sagði við stjórann að ef ég myndi fljúga með liðinu þá yrðu vandræði. Ég þurfti að róa mig niður."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner