Breiðablik 2 - 0 Afturelding
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('7 , víti)
2-0 Tobias Bendix Thomsen ('33 )
Lestu um leikinn
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('7 , víti)
2-0 Tobias Bendix Thomsen ('33 )
Lestu um leikinn
Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu opnunarleik Bestu deildarinnar þetta sumarið gegn nýliðum Afureldingar.
Óli Valur Ómarsson fékk tækifæri til að skora fyrsta mark leiksins eftir hálfa mínútu en Georg Bjarnason gerði mjög vel að komast fyrir.
Stuttu síðar fengu Blikar vítaspyrnu þegar Bjartur Bjarmi Bjarkason braut á Valgeiri Valgeirssyni inn í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi, fyrsta mark Bestu deildarinnar þetta sumarið.
Breiðablik var með öll völd á velliinum í fyrri hálfleik og eftir rúmlega hálftíma leik skoraði Tobias Thomsen með skalla eftiir fyrirgjöf frá Viktori Karli Einarssyni í fyrsta leik Tobias fyrir Blika í deildinni.
Afturelding fékk tækifæri á að koma sér inn í leikinn undir lok fyrri hállfeiks. Það var mikill darraðadans inn á teig Blika eftir langt innkast en heimamenn komu boltanum frá að lokum.
Óli Valur kom boltanum í netið í þriðja sinn fyrir Breiðablik á 70. mínútu en markið var dæmt af þar sem Tobias var dæmdur brotlegur fyrir að sparka í Oliver Sigurjónsson.
Aron Elí átti skot seint í uppbótatímanum en Anton Ari kom í veg fyrir það að Afturelding næði í sárabótamark.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 1 | 1 | 0 | 0 | 2 - 0 | +2 | 3 |
2. FH | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
3. Fram | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
4. ÍA | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
5. ÍBV | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
6. KA | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
7. KR | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
8. Stjarnan | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
9. Valur | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
10. Vestri | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
11. Víkingur R. | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 - 0 | 0 | 0 |
12. Afturelding | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 - 2 | -2 | 0 |
Athugasemdir