Það helsta úr slúðurheimum - Robinson efstur á óskalista Liverpool - Mateta eftirsóttur
   lau 05. apríl 2025 19:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Höskuldur skoraði fyrsta markið í Bestu - Sama uppskrift og í síðasta leik
Höskuldi fagnað eftir markið
Höskuldi fagnað eftir markið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er búinn að skora fyrsta markið á Íslandsmótinu árið 2025.

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru með nýliðana í Aftureldingu í heimsókn á Kópavogsvelli og Höskuldur kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Afturelding

Óli Valur Ómarsson var nálægt því að koma Blikum yfir strax í upphafi leiks en Georg Bjarnason gerði hrikalega vel að komast fyrir.

Á 6. mínútu fékk Breiðablik vítaspyrnu þegar Bjartur Bjarmi Barkarson braut á Valgeiri Valgeirssyni. Höskuldur steig á punktinn og skoraði af öryggi.

Þetta er sama uppskrift og var í síðasta leik gegn KA í Meistarar meistaranna þegar Höskuldur skoraði úr víti eftir að brotið hafi verið á Valgeiri.
Athugasemdir
banner
banner