Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   fim 05. maí 2022 17:00
Fótbolti.net
1. sæti í spá Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina: Fylkir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll og Olgeir Sigurgeirsson
Rúnar Páll og Olgeir Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikulás Val
Nikulás Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi
Ragnar Bragi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur er mættur aftur í Árbænum
Börkur er mættur aftur í Árbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Eyþórs
Ásgeir Eyþórs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Sex aðilar spáðu í spilin fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-12 eftir því hvar þeim var spáð. Efsta sætið hjá hverjum aðila fékk tólf stig og svo koll af kolli.

Spáin:
1. Fylkir, 72 stig (fullt hús)
2. HK, 62 stig
3. Kórdrengir, 60 stig
4. Vestri, 57 stig
5. Fjölnir, 42 stig
6. Þór, 42 stig
7. Grindavík, 37 stig
8. Selfoss, 30 stig
9. sæti Grótta, 26 stig
10. Afturelding, 21 stig
11. KV, 13 stig
12. Þróttur Vogum, 6 stig

Um liðið: Fylkir féll úr efstu deild í næstsíðustu umferðinn í fyrra. Liðið var í sjöunda sæti eftir níu umferðir í fyrra með tíu stig. Það sem eftir lifði móts fékk liðin einungis sex stig og einungis tvö þeirra í síðustu níu leikjunum.

Fylkir vann næstefstu deild árið 2017 með því að ná í 48 stig og liðið ætlar sér að endurtaka þann árangur og enda í efsta sæti í sumar. Leikmannahópurinn er talsvert breyttur, margir horfnir á braut en liðið er þrátt fyrir það ansi öflugt.

Þjálfarinn: Rúnar Páll Sigmundsson (1974) tók við Fylki þegar þrjár umferðir voru eftir á síðasta tímabili og ákvað að taka slaginn áfram og ætlar sér að stýra liðinu upp í deild þeirra bestu.

Rúnar var þjálfari Stjörnunnar á árunum 2014-2021. Þar náði hann góðum árangri, varð Íslands- og bikarmeistari og náði einnig eftirtektarverðum árangri í Evrópu. Þar á undan hafði hann þjálfað Skínanda, HK og Levanger í Noregi.

Álit sérfræðings
Rafn Markús og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina í ár. Rafn Markús gefur sitt álit á Fylki.

„Það kemur fáum á óvart að Fylki er spáð efsta sæti deildarinnar. Umgjörðin í kringum liðið er mjög góð og þjálfarinn öflugur. Þeir hafa misst marga sterka og reynslumikla leikmenn en hafa á móti gert nokkuð vel í að fá menn í staðinn sem eru bæði sterkir á vellinum og í klefanum."

„Það er margt til staðar hjá félaginu sem ýtir undir á gott sumar í Árbænum og tel ég það hafa verið sterkt hjá þeim að ganga frá því að Rúnar Páll yrði áfram með liðið til að koma því beint aftur upp í Bestu deildina. Fylkismenn ætla sér að byggja á Rúnari og hans hugmyndafræði til lengri tíma."

„Fylkir hefur ekki tapað mótsleik gegn B-deildarliði í vetur, liðinu gekk vel í Lengjubikarnum og það er mjög jákvætt yfir öllu sem tengist félaginu."

„Það er samt flókið fyrir félag sem hefur verið að spila í efstu deild að fara og spila á móti KV, Þrótti Vogum, Aftureldingu og fleiri félögum sem eru talsvert minni. Ég held að Rúnar Páll sé samt maður í að ýta mönnum í gang fyrir slíka leiki. Fylkismenn eiga eftir að lenda í mörgum hörku leikjum þar sem það þarf að kreista fram úrslit."

„Það er flókið að fara inn í mótið með lið sem allir spá upp en það kæmi mér á óvart ef þetta verður ekki skemmtilegt sumar í Árbænum."


Lykilmenn: Nikulás Val Gunnarsson, Ragnar Bragi Sveinsson og Ásgeir Eyþórsson.

Fylgist með: Nikulás Val Gunnarsson
Það verður gaman að sjá hvernig Nikulás Val kemur inn í deildina eftir að hafa verið mikið meiddur í fyrra. Frábær leikmaður með mikla hlaupagetu sem hefur verið að spila mjög vel á undirbúningstímabilinu með Fylki.

Komnir:
Albert Brynjar Ingason frá Kórdrengjum
Arnór Breki Ásþórsson frá Fjölni
Ásgeir Börkur Ásgeirsson frá HK
Benedikt Daríus Garðarsson frá Elliða
Frosti Brynjólfsson frá Haukum
Mathias Laursen frá Danmörku
Daníel Steinar Kjartansson frá Elliða (var á láni)

Farnir:
Arnór Borg Guðjohnsen í Víking R.
Aron Snær Friðriksson í KR
Dagur Dan Þórhallsson í Breiðablik
Djair Parfitt-Williams til Englands
Guðmundur Steinn Hafsteinsson til Þýskalands
Heiðar Máni Hermannsson í FH
Helgi Valur Daníelsson hættur
Jordan Brown til Kanada
Malthe Rasmussen til Danmerkur
Orri Hrafn Kjartansson í Val
Ragnar Sigurðsson hættur
Torfi Tímoteus Gunnarsson

Fyrstu leikir Fylkis:
Í dag gegn KV á heimavelli
13. maí gegn Kórdrengjum á útivelli
19. maí gegn Fjölni á heimavelli

Spámenn: Elvar Geir, Guðmundur Aðalsteinn, Rafn Markús, Sæbjörn Steinke, Tómas Þór og Úlfur Blandon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner