Stórleikur Breiðabliks og KR í Bestu deildinni er að fara af stað en athygli vekur að fyrirliði Vesturbæjarliðsins, Aron Sigurðarson, er ekki í leikmannahópnum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 3 KR
„Aron fékk aðeins aftan í lærið á æfingu á fimmtudag og við ákváðum að taka enga sénsa með hann," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, í viðtali á Stöð 2 Sport 5 fyrir leikinn.
Sigurbjörn Hreiðarsson er sérfræðingur í Subway settinu og hann segir það mikinn missi fyrir KR-inga að vera án Arons.
„Þeirra fyrirliði og er frábær sóknarmaður á íslenskan mælikvarða, skapar ótrúlega mikið fyrir þá og er stórhættulegur. Það þarf alltaf að vera með einn til tvo í kringum hann svo það er gríðarlegt skarð," segir Sigurbjörn.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 - 4 | +6 | 10 |
2. Vestri | 5 | 3 | 1 | 1 | 6 - 2 | +4 | 10 |
3. Breiðablik | 5 | 3 | 1 | 1 | 10 - 8 | +2 | 10 |
4. KR | 5 | 1 | 4 | 0 | 15 - 10 | +5 | 7 |
5. ÍBV | 5 | 2 | 1 | 2 | 6 - 7 | -1 | 7 |
6. Afturelding | 5 | 2 | 1 | 2 | 4 - 5 | -1 | 7 |
7. Fram | 5 | 2 | 0 | 3 | 10 - 9 | +1 | 6 |
8. Valur | 5 | 1 | 3 | 1 | 8 - 9 | -1 | 6 |
9. Stjarnan | 5 | 2 | 0 | 3 | 7 - 10 | -3 | 6 |
10. ÍA | 5 | 2 | 0 | 3 | 5 - 9 | -4 | 6 |
11. FH | 5 | 1 | 1 | 3 | 8 - 8 | 0 | 4 |
12. KA | 5 | 1 | 1 | 3 | 6 - 14 | -8 | 4 |
Athugasemdir