Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 19:40
Elvar Geir Magnússon
„Ég vil óska Gunnari og konu til hamingju með nýtt barn“
Gunnar Vatnhamar er ekki með Víkingum í kvöld.
Gunnar Vatnhamar er ekki með Víkingum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú stendur yfir leikur Víkings og Fram í Bestu deildinni en þegar þessi orð eru skrifuð er staðan 1-0, Vikingi í vil.

Davíð Örn Atlason skoraði frá fjærstönginni eftir hornspyrnu á 18. mínútu.

Það vantar aðeins í Víkingsliðið vegna meiðsla og þá er færeyski landsliðsmaðurinn Gunnar Vatnhamar ekki með í leiknum. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, gaf útskýringu á fjarveru Gunnars í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Fram

„Ég vil óska Gunnari og konu til hamingju með nýtt barn. Það fæddist í dag, eða í nótt, og hann verður því ekki með okkur í dag. En gleðifréttir fyrir Gunnar og fjölskyldu og okkur Víkinga," sagði Sölvi.
Athugasemdir
banner