
Svava Guðmundsdóttir kom ekkert við sögu þegar lið hennar, Gotham tók á móti San Diego Wave í bandarísku kvenna deildinni í nótt.
Staðan var markalaus í hálfleik en eina mark leiksins kom strax á fyrstu mínútu fyrri hálfleiks en það skoraði San Diego.
Eftir þetta tap er Gotham í 4. sæti með 17 stig eftir 10 umferðir en San Diego er í 2. sæti með 19 stig, jafn mörg stig og Portland Thorns sem er á toppnum.
Svava hefur setið á bekknum í undanförnum leikjum en hún hefur aðeins komið við sögu í eina mínútu í fimm síðustu leikjum.
Athugasemdir