
FH var yfir í hálfleik gegn Breiðabliki en á endanum tryggðu Íslandsmeistararnir sér sigur í leiknum. Það vantaði ekki vinnusemina og baráttuna í FH liðið en gæði Blika eru mikil.
Breiðablik vann 3-1 og er komið áfram í undanúrslit bikarsins en FH er úr leik.
Breiðablik vann 3-1 og er komið áfram í undanúrslit bikarsins en FH er úr leik.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 FH
„Það er aldrei gott að tapa en við getum tekið margt jákvætt út úr leiknum. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik, létum boltann ganga vel og opnuðum þá. Í seinni hálfleik vantaði að halda áfram á sömu braut. Opnanirnar voru til staðar en við vorum ekki alveg nógu klókir að koma okkur í þessar stöður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
„Við erum á réttri leið og höfum talað um það að vera að búa til nýtt lið sem tekur tíma. Það er stutt á milli í fótbolta og við þurfum að halda áfram á æfingasvæðinu og mæta klárir í næsta leik á móti Breiðabliki á laugardaginn,” sagði Heimir sem býst við svipuðum leik þegar sömu lið mætast í deildinni á laugardaginn, þá á Kaplakrikavelli.
Viðtalið má sjá hér að ofan en þar er Heimir meðal annars spurður út í miðvarðaskiptingu sem hann gerði seint í leiknum í kvöld.
Athugasemdir