Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   mán 05. júní 2023 23:15
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Fannst ég ekki fara yfir strikið í viðtalinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann torsóttan sigur gegn FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var sáttur við frammistöðu Kópavogsliðsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Þetta var 'soft' mark sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik en við vorum að halda ágætlega í boltann og þá þreytast lið. Við vorum að banka á þá í seinni hálfleik og svo datt þetta," sagði Höskuldur eftir leik.

Í viðtalinu fer hann yfir það sem Blikar ræddu um í hálfleik að þyrfti að fínpússa í spilamennskunni.

„FH er hörkulið, það er góð stigasöfnun hjá þeim í deildinni. Þeir eru líkamlega sterkir og það er erfitt að eiga við þá. Þetta var hörkuleikur og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við erum einum leik frá úrslitaleik núna og það er draumurinn að komast þangað. Ég hef aldrei spilað úrslitaleik í bikar."

Alvöru hiti og mikið keppnisskap
Í lokin er rætt við Höskuld um leikinn umtalaða gegn Víkingi síðasta föstudag. Höskuldur fór þar í viðtal þar sem hann líkti Víkingum við litla hunda sem gelta hátt.

„Það var alvöru hiti og mikið keppnisskap. Víkingar eru verðugir keppinautar og ég held að heilt yfir sé það af hinu góða að við séum að ýta hvor við öðrum og hækka ránna á íslensku deildinni. Kannski ekki alltaf skynsamlegt þegar menn fara yfir strikið en gott að það séu tilfinningar í þessu," segir Höskuldur.

Fannst þér þú persónulega hafa farið yfir strikið í viðtalinu?

„Nei nei, það finnst mér nú ekki. Þetta er bara í fortíðinni og nú er það næsti leikur gegn FH (í deildinni á laugardag) og allur fókus á hann."
Athugasemdir
banner
banner