Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mán 05. júní 2023 23:15
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Fannst ég ekki fara yfir strikið í viðtalinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann torsóttan sigur gegn FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var sáttur við frammistöðu Kópavogsliðsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Þetta var 'soft' mark sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik en við vorum að halda ágætlega í boltann og þá þreytast lið. Við vorum að banka á þá í seinni hálfleik og svo datt þetta," sagði Höskuldur eftir leik.

Í viðtalinu fer hann yfir það sem Blikar ræddu um í hálfleik að þyrfti að fínpússa í spilamennskunni.

„FH er hörkulið, það er góð stigasöfnun hjá þeim í deildinni. Þeir eru líkamlega sterkir og það er erfitt að eiga við þá. Þetta var hörkuleikur og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við erum einum leik frá úrslitaleik núna og það er draumurinn að komast þangað. Ég hef aldrei spilað úrslitaleik í bikar."

Alvöru hiti og mikið keppnisskap
Í lokin er rætt við Höskuld um leikinn umtalaða gegn Víkingi síðasta föstudag. Höskuldur fór þar í viðtal þar sem hann líkti Víkingum við litla hunda sem gelta hátt.

„Það var alvöru hiti og mikið keppnisskap. Víkingar eru verðugir keppinautar og ég held að heilt yfir sé það af hinu góða að við séum að ýta hvor við öðrum og hækka ránna á íslensku deildinni. Kannski ekki alltaf skynsamlegt þegar menn fara yfir strikið en gott að það séu tilfinningar í þessu," segir Höskuldur.

Fannst þér þú persónulega hafa farið yfir strikið í viðtalinu?

„Nei nei, það finnst mér nú ekki. Þetta er bara í fortíðinni og nú er það næsti leikur gegn FH (í deildinni á laugardag) og allur fókus á hann."
Athugasemdir
banner