Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: „Er ekki viss hvar ég enda“
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
Úlfur: Langþráður sigur og við erum hæstánægðir með þetta
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Maggi: Þetta er bara aldrei vítaspyrna
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
   mán 05. júní 2023 23:15
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Fannst ég ekki fara yfir strikið í viðtalinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann torsóttan sigur gegn FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var sáttur við frammistöðu Kópavogsliðsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Þetta var 'soft' mark sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik en við vorum að halda ágætlega í boltann og þá þreytast lið. Við vorum að banka á þá í seinni hálfleik og svo datt þetta," sagði Höskuldur eftir leik.

Í viðtalinu fer hann yfir það sem Blikar ræddu um í hálfleik að þyrfti að fínpússa í spilamennskunni.

„FH er hörkulið, það er góð stigasöfnun hjá þeim í deildinni. Þeir eru líkamlega sterkir og það er erfitt að eiga við þá. Þetta var hörkuleikur og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við erum einum leik frá úrslitaleik núna og það er draumurinn að komast þangað. Ég hef aldrei spilað úrslitaleik í bikar."

Alvöru hiti og mikið keppnisskap
Í lokin er rætt við Höskuld um leikinn umtalaða gegn Víkingi síðasta föstudag. Höskuldur fór þar í viðtal þar sem hann líkti Víkingum við litla hunda sem gelta hátt.

„Það var alvöru hiti og mikið keppnisskap. Víkingar eru verðugir keppinautar og ég held að heilt yfir sé það af hinu góða að við séum að ýta hvor við öðrum og hækka ránna á íslensku deildinni. Kannski ekki alltaf skynsamlegt þegar menn fara yfir strikið en gott að það séu tilfinningar í þessu," segir Höskuldur.

Fannst þér þú persónulega hafa farið yfir strikið í viðtalinu?

„Nei nei, það finnst mér nú ekki. Þetta er bara í fortíðinni og nú er það næsti leikur gegn FH (í deildinni á laugardag) og allur fókus á hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner