Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 05. júní 2023 23:15
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Fannst ég ekki fara yfir strikið í viðtalinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann torsóttan sigur gegn FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var sáttur við frammistöðu Kópavogsliðsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Þetta var 'soft' mark sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik en við vorum að halda ágætlega í boltann og þá þreytast lið. Við vorum að banka á þá í seinni hálfleik og svo datt þetta," sagði Höskuldur eftir leik.

Í viðtalinu fer hann yfir það sem Blikar ræddu um í hálfleik að þyrfti að fínpússa í spilamennskunni.

„FH er hörkulið, það er góð stigasöfnun hjá þeim í deildinni. Þeir eru líkamlega sterkir og það er erfitt að eiga við þá. Þetta var hörkuleikur og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við erum einum leik frá úrslitaleik núna og það er draumurinn að komast þangað. Ég hef aldrei spilað úrslitaleik í bikar."

Alvöru hiti og mikið keppnisskap
Í lokin er rætt við Höskuld um leikinn umtalaða gegn Víkingi síðasta föstudag. Höskuldur fór þar í viðtal þar sem hann líkti Víkingum við litla hunda sem gelta hátt.

„Það var alvöru hiti og mikið keppnisskap. Víkingar eru verðugir keppinautar og ég held að heilt yfir sé það af hinu góða að við séum að ýta hvor við öðrum og hækka ránna á íslensku deildinni. Kannski ekki alltaf skynsamlegt þegar menn fara yfir strikið en gott að það séu tilfinningar í þessu," segir Höskuldur.

Fannst þér þú persónulega hafa farið yfir strikið í viðtalinu?

„Nei nei, það finnst mér nú ekki. Þetta er bara í fortíðinni og nú er það næsti leikur gegn FH (í deildinni á laugardag) og allur fókus á hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner