Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
   mán 05. júní 2023 23:15
Elvar Geir Magnússon
Höskuldur: Fannst ég ekki fara yfir strikið í viðtalinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann torsóttan sigur gegn FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 þar sem tvö mörk komu í uppbótartíma. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var sáttur við frammistöðu Kópavogsliðsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Þetta var 'soft' mark sem við fengum á okkur í fyrri hálfleik en við vorum að halda ágætlega í boltann og þá þreytast lið. Við vorum að banka á þá í seinni hálfleik og svo datt þetta," sagði Höskuldur eftir leik.

Í viðtalinu fer hann yfir það sem Blikar ræddu um í hálfleik að þyrfti að fínpússa í spilamennskunni.

„FH er hörkulið, það er góð stigasöfnun hjá þeim í deildinni. Þeir eru líkamlega sterkir og það er erfitt að eiga við þá. Þetta var hörkuleikur og erfitt að brjóta þá á bak aftur. Við erum einum leik frá úrslitaleik núna og það er draumurinn að komast þangað. Ég hef aldrei spilað úrslitaleik í bikar."

Alvöru hiti og mikið keppnisskap
Í lokin er rætt við Höskuld um leikinn umtalaða gegn Víkingi síðasta föstudag. Höskuldur fór þar í viðtal þar sem hann líkti Víkingum við litla hunda sem gelta hátt.

„Það var alvöru hiti og mikið keppnisskap. Víkingar eru verðugir keppinautar og ég held að heilt yfir sé það af hinu góða að við séum að ýta hvor við öðrum og hækka ránna á íslensku deildinni. Kannski ekki alltaf skynsamlegt þegar menn fara yfir strikið en gott að það séu tilfinningar í þessu," segir Höskuldur.

Fannst þér þú persónulega hafa farið yfir strikið í viðtalinu?

„Nei nei, það finnst mér nú ekki. Þetta er bara í fortíðinni og nú er það næsti leikur gegn FH (í deildinni á laugardag) og allur fókus á hann."
Athugasemdir
banner