Milos Milojevic hefur verið staðfestur sem nýr þjálfari Al Wasl í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Sagt er að hann muni fá um 388 milljónir íslenskra króna í árslaun hjá félaginu.
Sagt er að hann muni fá um 388 milljónir íslenskra króna í árslaun hjá félaginu.
Milos náði frábærum árangri með Rauðu stjörnuna á nýliðnu tímabili. Lið hans vann serbnesku deildina með yfirburðum og vann einnig bikarinn. Þrátt fyrir það fékk hann ekki áframhaldandi samning og félagið ákvað ráða annan í það að stýra liðinu í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
Milos er bæði með íslenskt og serbneskt ríkisfang en í Svíþjóð hefur hann stýrt Hammarby og Malmö. Hér á landi stýrði hann Breiðabliki og Víkingi, en hann spilaði einnig hér sem leikmaður áður en skórnir fóru upp á hillu.
Al Wasl endaði í fimmta sæti í deildinni í Furstadæmunum á síðasta tímabili.
?????????? ?? ?? #?????
— AlWasl SC (@AlWaslSC) June 4, 2023
????| ?????? ?????? ????? ?????????? ???? ?????????? ?? ?????? ??????
?????????? ????????????? pic.twitter.com/fQLe37Tqr0
Athugasemdir