Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   mið 05. júní 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sonur Loga Geirs á reynslu hjá Gautaborg
Mynd: Njarðvík
Njarðvík vakti athygli á því á samfélagsmiðlum sínum í dag að hinn 13 ára gamli Vilberg Eldon Logason væri á reynslu hjá sænska félaginu Gautaborg.

Vilberg er á fjórtánda aldursári og hefur verið á æfingum með U16 liði Gautaborgar í vikunni.

Vilberg er í fjórða flokki Njarðvíkur. Hann er sonur Loga Geirssonar fyrrum landsliðs- og atvinnumanns í handbolta.

„Áhugavert verður að fylgjast með framgangi þessa unga leikmanns."

„Knattspyrnudeildin óskar Vilbergi innilega til hamingju með þetta frábæra tækifæri og áfram góðs gengis í Svíþjóð á reynslu sinni hjá IFK Gautaborg,"
segir í færslu Njarðvíkur.
Athugasemdir
banner
banner
banner