Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 05. júlí 2020 11:40
Brynjar Ingi Erluson
Rose segist ekki eiga framtíð hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Enski vinstri bakvörðurinn Danny Rose hefur svo gott sem staðfest að hann sé á förum frá Tottenham Hotspur.

Þessi 30 ára gamli Englendingur er á láni hjá Newcastle United frá Tottenham en hann á ár eftir af samningnum hjá Lundúnarliðinu.

Rose hefur áður talað um að hann eigi ekki framtíð hjá Tottenham en hann hefur mikinn áhuga á gera vistaskipti sín til Newcastle varanleg.

„Fyrst og fremst er framtíð mín í húfi. Ég þarf ekki meiri hvatningu og ég hef náð að aðlagast í Newcastle. Ég dýrka liðsfélagana, þjálfaraliðið og stuðningsmennina," sagði Rose.

„Það eru engin geimvísindi að dagar mínir hjá Spurs eru taldir og ég er núna að spila til að tryggja framtíðina. Þetta er líklega í fyrsta sinn á ferlinum sem ég er í þessari stöðu. Þetta er ný reynsla," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner