Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 05. september 2019 11:55
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið 
Fyrirliðinn látinn fara fyrir að skrópa í fjáraflanir
Loic Ondo, fyrrum leikmaður Aftureldingar.
Loic Ondo, fyrrum leikmaður Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti mikla athygli í gær þegar fréttir bárust af því að Afturelding hefði rekið fyrirliða sinn, varnarmanninn Loic Ondo.

Fréttablaðið greinir frá því að Ondo hafi ekki látið sjá sig eins og til var ætlast á fjáröflun sem haldin var um síðustu helgi.

Leikmenn liðsins hafi verið boðaðir til þess að setja upp ball Páls Óskars Hjámtýrssonar sem var hluti af bæjarhátíðinni Á túninu heima.

Sagt er að Ondo hafi ítrekað látið sig vanta á fjáraflanir sem þessa og hefur fengið þó nokkrar aðvaranir um að bæta sig á þeim vettvangi.

Í sumar hefur Ondo leikið 18 af 19 leikjum Aftureldingar í Inkasso-deildinni og verið fyrirliði liðsins. Afturelding er í 9. sæti deildarinnar með 19 stig, þremur stigum frá fallsæti þegar þremur umferðum er ólokið.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner