 
                        
                                                                                                                
                        
                                    
                                                                                                
                                    
                
                                                                
                Ísland spilar á morgun við Holland í gríðarlega mikilvægum leik, og bara einum stærsta leik í íslenskri fótboltasögu.
Á morgun spilar Ísland hreinan úrslitaleik við Holland um sæti beint á heimsmeistaramótið. Sigurliðið kemst beint á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári, Íslandi nægir jafntefli.
                
                                    Á morgun spilar Ísland hreinan úrslitaleik við Holland um sæti beint á heimsmeistaramótið. Sigurliðið kemst beint á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári, Íslandi nægir jafntefli.
 
Við spáum því að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, muni stilla upp sama byrjunarliði og gegn Hvíta-Rússlandi síðasta föstudagskvöld. Sá leikur vannst 6-0.
Amanda Andradóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem eru báðar mjög ungar, komu inn í byrjunarliðið gegn Hvíta-Rússlandi og stóðu sig vel. Steini sagði á fundinum að hann treysti þeim í allt.
„Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og góðir. Ég treysti þeim í allt. Ég efast ekki um að þær séu tilbúnar að spila á morgun. Þó þetta sé leikur sem er stærri á föstudaginn þá dreymir öllum leikmönnum að spila svona leiki," sagði Steini á fréttamannafundi í dag.
Við spáum því að Steini gera engar breytingar, en hann er til alls líklegur í þessu. Þetta er líkt og fyrr segir, gríðarlega mikilvægur leikur.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
                                 
         
     
         
                    
        
         
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                

