Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 05. október 2019 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ajax losaði sig við 30 milljón evra riftunarverð
Hakim Ziyech.
Hakim Ziyech.
Mynd: Getty Images
Ajax losaði sig við 30 milljón evra riftunarverð í samningi Hakim Ziyech eftir að hann framlengdi samning sinn við félagið.

Ziyech skrifaði nýverið undir samning við Ajax sem gildir til 2022. Samningurinn gerði hann að launahæsta leikmanni Holland, en sömuleiðis gerði samningurinn öðrum félögum erfiðara fyrir að krækja í hann.

Það er De Telegraaf sem segir frá þessu.

Ziyech er 26 ára gamall og átti stórkostlegt tímabil með Ajax á síðustu leiktíð er liðið vann hollensku deildina og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Hann var orðaður við mörg af stærstu félögum Evrópu síðasta sumar en ákvað að vera áfram hjá félaginu.

Sjá einnig:
Sjáðu fallegt mark Ziyech - „Maðurinn er skrímsli"
Athugasemdir
banner
banner
banner