Hakim Ziyech er enn hjá Ajax og hann heldur áfram að gera flotta hluti fyrir hollenska félagið.
Í kvöld skoraði Ziyech fallegt mark þegar Ajax vann 3-0 sigur á Valencia í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Markið má sjá hérna.
Ziyech var einn af lykilmönnunum í frábæru Ajax-liði á síðustu leiktíð. Ajax vann þá deildina og bikarinn í Hollandi ásamt því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Norski fjölmiðlamaðurinn Jonas Giæver spyr sig, eins og eflaust margir aðrir, hvers vegna Ziyech var ekki keyptur annað í sumar. „Hvers vegna var Hakim Ziyech ekki keyptur frá Ajax í sumar? Maðurinn er skrímsli," skrifaði Jonas á Twitter í kvöld.
How the hell did no one pick up Hakim Ziyech from Ajax this summer? Honestly, the man is a monster! pic.twitter.com/XGLCOsnreN
— Jonas Giæver (@CheGiaevara) October 2, 2019
Athugasemdir