Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. október 2019 10:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rasmus framlengir við Val
Rasmus með verðlaunin í haust.
Rasmus með verðlaunin í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Rasmus Steenberg Christiansen, varnarmaður Vals, hefur skrifað undir nýjan 2ja ára samning við félagið.

Rasmus gekk til liðs við Val fyrir keppnistímabilið 2016 og hefur leikið ríflega 170 leiki hér á landi. Rasmus meiddist illa gegn ÍBV árið 2018 og var lánaður til Fjölnis í Inkasso-deildinni fyrir leiktíðina í ár.

Þar náði Rasmus sér af meiðslunum og var valinn leikmaður ársins að mati leikmanna og þjálfara.

Heimir Guðjónsson skrifaði undir hjá Val á dögunum og stýrir liðinu á komandi leiktíð. Rasmus er ánægður að Heimir sé orðinn þjálfari og Heimir er ánægður að Rasmus hafi skrifað undir.

„Mér hefur alltaf fundist Heimir frábær þjálfari og það kom ekkert annað til greina en að spila fyrir hann," sagði Rasmus við undirskriftina.

„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Val að Rasmus hafi tekið þessa ákvörðun enda mjög góður leikmaður og mikilvægur fyrir félagið," sagði Heimir þegar ljóst var að Rasmus myndi skrifa undir.


Athugasemdir
banner
banner
banner