Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 05. október 2023 20:18
Ívan Guðjón Baldursson
Óskar staðfestir Noregsför - „Haugesund spennandi klúbbur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson svaraði spurningum eftir 0-1 tap Breiðabliks gegn Zorya Luhansk í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar og staðfesti yfirvofandi ferð til Noregs þar sem hann fer í viðræður um að taka við þjálfarastöðunni hjá Haugesund.

   03.10.2023 10:38
Óskar sagður fljúga til Noregs á mánudag - Efstur á óskalista KR

Haugesund er í harðri fallbaráttu í efstu deild norska boltans þegar aðeins sjö umferðir eru eftir af tímabilinu. Næsti leikur liðsins er um helgina en svo tekur við tveggja vikna landsleikjahlé.

Óskar Hrafn byrjar að ræða um Haugesund eftir tæplega 4 mínútur og 30 sekúndur af viðtalinu.

„Ég er á leiðinni til Noregs á mánudaginn þegar landsleikjahléð hefst og kem aftur til baka á þriðjudagskvöldi. Það liggur ekki fyrir hvað ég er að fara að gera þar í raun og veru. Ég er bara að fara til Noregs og svo gerist eitthvað, kannski gerist ekki neitt. Ég mun segja frá einhverju þegar það er eitthvað til að segja frá," sagði Óskar, sem er þakklátur stjórn Breiðabliks fyrir að gefa honum leyfi á að fljúga út.

„Haugesund er að mörgu leyti spennandi klúbbur en framhaldið verður bara að koma í ljós. Þetta er alltaf lærdómur að máta sig inn í atvinnumannaumhverfið, ræða við menn og sjá hvað þeir eru að hugsa. Í versta falli tekur maður einhverja þekkingu frá því hvernig Norðmenn gera þetta."
Óskar Hrafn: Endalaus vinna að bæta gæðin á síðasta þriðjungi
Athugasemdir
banner