Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
   lau 05. október 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Málarameistarinn dæmir á Hlíðarenda
Erlendur Eiríksson.
Erlendur Eiríksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson verður með flautuna í dag þegar Valur og Breiðablik eigast við í lokaumferð Bestu deildar kvenna.

Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari; tvö langbestu lið landsins að mætast og það munar aðeins einu stigi á þeim.

Breiðablik er með stigi meira og dugir því jafntefli til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.

Erlendur er klárlega einn besti dómari landsins en honum til aðstoðar á Hlíðarenda verða Guðni Freyr Ingvason og Ronnarong Wongmahadthai.

Ingi Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ og fjórði dómari er Bríet Bragadóttir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner