Málarameistarinn Erlendur Eiríksson verður með flautuna í dag þegar Valur og Breiðablik eigast við í lokaumferð Bestu deildar kvenna.
Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari; tvö langbestu lið landsins að mætast og það munar aðeins einu stigi á þeim.
Þetta er leikur sem mun skera úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari; tvö langbestu lið landsins að mætast og það munar aðeins einu stigi á þeim.
Breiðablik er með stigi meira og dugir því jafntefli til að vinna Íslandsmeistaratitilinn.
Erlendur er klárlega einn besti dómari landsins en honum til aðstoðar á Hlíðarenda verða Guðni Freyr Ingvason og Ronnarong Wongmahadthai.
Ingi Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ og fjórði dómari er Bríet Bragadóttir.
Athugasemdir