Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 05. nóvember 2020 23:23
Ívan Guðjón Baldursson
Haller búinn að gefast upp á franska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Sebastien Haller, sóknarmaður West Ham United, var valinn í landslið Fílabeinsstrandarinnar í fyrsta sinn og mun spila fyrir þjóðina í landsleikjahlénu sem er framundan.

Haller er fæddur í Frakklandi en ættaður frá Fílabeinsströndinni. Hann vildi alltaf spila fyrir franska landsliðið og gaf því ekki kost á sér fyrir Fílabeinsströndina fyrr en nú.

Haller var lykilmaður í liði Eintracht Frankfurt og skoraði 33 mörk í 77 leikjum áður en hann var keyptur til West Ham fyrir um 40 milljónir punda. Þar átti hann erfitt uppdráttar á fyrsta tímabili en er kominn með fimm mörk í haust, þar af fjögur í bikarnum.

Fílabeinsströndin átti lengi vel marga af bestu knattspyrnumönnum Afríku en gengi liðsins hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir undanfarin ár og gæti Haller bætt liðið til muna.

Serge Aurier, Nicolas Pepe, Eric Bailly og Franck Kessie eru meðal landsliðsmanna Fílabeinsstrandarinnar. Pepe var í fremstu víglínu ásamt Gervinho í síðasta leik liðsins, æfingaleik sem tapaðist gegn Japan. Fílabeinsströndin á leiki við Madagaskar í landsleikjahlénu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner