Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fim 05. nóvember 2020 16:13
Magnús Már Einarsson
Jon Flanagan til Charleroi (Staðfest)
Hægri bakvörðurinn Jon Flanagan hefur gert samning við belgíska félagið Charleroi.

Flanagan er uppalinn hjá Liverpool en hann var fastamaður í liðinu þegar það barðist um enska meistaratitilinn tímabilið 2013/2014.

Síðan þá hefur heldur betur hallað undan fæti hjá hinum 27 ára gamla Flanagan.

Hann fór til Bolton og Burnley á láni áður en hann yfirgaf Liverpool árið 2018. Undanfarin tvö ár hefur Flanagan verið hjá Rangers í Skotlandi en hann yfirgaf félagið í vor.

Charleroi er á toppnum í belgísku úrvalsdeildinni í augnablikinu, stigi á undan Beerschot og Standard Liege.


Athugasemdir
banner