Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
banner
   þri 05. nóvember 2024 22:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Cole Campbell þreytti frumraun sína í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images

Hinn 18 ára gamli Cole Campbell hefur fengið tækifæri með aðalliði Dortmund á þessu tímabili en hann hefur komið við sögu í tveimur deildaleikjum.


Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið þann 26 október gegn Augsburg þegar hann kom inn á sem varamaður. Nokkrum dögum áður var hann á bekknum á Santiago Bernabeu gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Hann byrjaði á bekknum gegn Strum Graz í kvöld og kom inn á þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma fyrir Jamie Gittens. Donyell Malen skoraði eina mark leiksins stuttu síðar.

Campbell spilaði með FH og Breiðabliki hér á landi en hann gat valið á milli þess að spila með íslenska og bandaríska landsliðsins og valdi að lokum það síðarnefnda. Hann lék sjö landsleiki fyrir u17 ára landslið Íslands.


Athugasemdir
banner
banner
banner