Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. desember 2020 09:00
Aksentije Milisic
Bild: Man Utd hefur augastað á Tuchel
Mynd: Getty Images
Þýskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United hefur áhuga á að fá Thomas Tuchel, þjálfara PSG, til að taka við liðinu, verði Ole Gunnar Solskjær rekinn.

United hefur gengið illa að ná stöðugleika undir stjórn Solskjær og liðið á nú í hættu á að falla úr keppni í Meistaradeild Evrópu eftir tapið gegn PSG á miðvikudaginn.

Það er mjög líklegt að Tuchel yfirgefði PSG í sumar þegar samningur hans við liðið rennur út. Enginn samskipti hafa átt sér stað en sagt er að Tuchel sé tilbúinn að taka skrefið í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili.

Tuchel gerði góða hluti í fyrra en hann vann þá alla titla sem voru í boði í Frakklandi og þá kom hann liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem tapaðist gegn Bayern Munchen.
Athugasemdir
banner
banner