Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. desember 2020 12:20
Ívan Guðjón Baldursson
Juventus undir rannsókn eftir misheppnuð skipti Suarez
Suarez er búinn að skora 5 mörk í 8 leikjum með Atletico.
Suarez er búinn að skora 5 mörk í 8 leikjum með Atletico.
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez var nálægt því að ganga í raðir Ítalíumeistara Juventus í sumar en ekkert varð úr þeim skiptum og fór Suarez þess í stað til Atletico Madrid.

Stjórnendur Juve vildu ólmir fá Suarez en þeir byrjuðu alltof seint að reyna að fá skiptin í gegn. Þeir gerðu þó sitt besta þar sem Suarez þurfti að öðlast ítalskan ríkisborgararétt á mettíma til að geta flutt til Tórínó.

Til að öðlast ríkisborgararétt þurfti Suarez, sem á ítalska eiginkonu, meðal annars að taka ítölskupróf. Suarez er sagður kunna lítið í ítölsku en hafa staðið sig merkilega vel á prófinu, sem saksóknarar segja vera falsað.

Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juve, er talinn vera maðurinn á bakvið svindlið og er undir rannsókn.

Saksóknarar segja svindl Juventus vera afar víðtækt í þessu máli þar sem stjórnendur félagsins hafi þurft að spilla ýmsum mönnum til að flýta svona fyrir ríkisborgararétti Suarez. Ítalska félagið heldur fram sakleysi sínu og býst ekki við að Paratici verði fundinn sekur eftir að rannsókn lýkur.

Hinn 33 ára gamli Suarez hefur verið frábær á upphafi tímabils með Atletico.
Hann verður 34 ára í lok janúar og er samningsbundinn Atletico til 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner