Amad Diallo hefur leikið vel á þessari leiktíð, þessi leikmaður Manchester United er á láni hjá Sunderland í Championship deildinni. Amad er tvítugur og kom til United frá Atalanta fyrir tæpum tveimur árum. Seinni hluta síðasta tímabils var hann hjá Rangers en náði ekki alveg að blómstra.
Í síðustu sex leikjum með Sunderland hefur hann skorað fjögur mörk og lagt upp eitt mark. Hann skoraði eitt af þremur mörkum liðsins í 3-0 heimasigri á Millwall á laugardag. Hann var með skilaboð til stuðningsmanna félagsins á Twitter reikningi þess fyrir leikinn.
„Stuðningsmenn Sunderland, ég hef átt æðislegan tíma hér til þessa. Ég elska orkuna í ykkur og að þið syngið nafnið mitt er stórkostlegt. En við verðum að sýna virðingu, breytum laginu, höldum hávaðanum og höldum áfram saman."
Stuðningsmenn Sunderland hafa sungið um getnaðarlim Amad, syngja að hann sé með þann stærsta í Championship deildinni.
Sunderland fans’ Amad chant. #MUFC [@HirsteeSafc] pic.twitter.com/PbZ0ba6IPw
— mufcmpb (@mufcMPB) November 2, 2022
Athugasemdir