Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   þri 05. desember 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Benfica að ganga frá Prestianni - Eftirsóttur af Barca og Real
Mynd: Getty Images
Portúgalska stórveldið Benfica er svo gott sem búið að tryggja sér argentínska kantmanninn Gianluca Prestianni, sem var einnig eftirsóttur af spænsku stórveldunum Real Madrid og Barcelona.

Benfica hafði þó betur í baráttunni um leikmanninn, enda greiðari leið inn í byrjunarliðið þar heldur en á Spáni þar sem samkeppnin er gríðarleg.

Prestianni gæti gengið til liðs við Benfica í lok janúar þegar hann eignast 18 ára afmæli, en hann er fæddur 31. janúar 2006. Talið er að portúgalska félagið muni greiða um 10 milljónir evra fyrir.

Táningurinn er með ítalskt og argentínskt ríkisfang en er fæddur og uppalinn í Argentínu og á sex leiki að baki fyrir U17 landsliðið.

Benfica kaupir Prestianni af sögufræga félaginu Vélez Sársfield í heimalandinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner