Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 00:01
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Hafði ekki hugmynd um það
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að liðið hafi verðskuldað 2-0 sigurinn á Manchester United á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Bæði mörk Arsenal komu eftir hornspyrnu. Jurrien Timber skoraði með skalla eftir hornspyrnu Declan Rice og þá skoraði William Saliba með bakinu eftir að Thomas Partey stangaði hornspyrnu Bukayo Saka fyrir markið.

„Ég er ótrúlega ánægður. Þetta var sérstakt kvöld á þessum ótrúlega velli. Mér fannst við verðskulda sigur. Það eru nokkur meiðsli í hópnum þannig við gerðum breytingar, en þvílík orka sem var á vellinum.“

„Við breyttum nokkrum hlutum í síðari hálfleiknum og liðið var bara stórkostlegt í alla staði.“


Liverpool tapaði stigum gegn Newcastle í kvöld og er Arsenal nú sjö stigum frá toppsætinu.

„Ég hafði ekki hugmynd um það því ég var svo ánægður í fögnuðnum í búningsklefanum. Við fengum fréttirnar, en það er svo erfitt að vinna þessa deild. Það er of snemmt að ræða þetta,“ sagði Arteta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner