Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   fim 05. desember 2024 13:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Samningur Tómasar úr gildi þar sem hann hafði samþykkt félagaskipti sem ekkert varð úr
Stefnir á að vera á höfuðborgarsvæðinu
Ætlaði sér að nýta sér uppsögn á samningi og hún virkjaðist þar sem hann samþykkti félagaskipti erlendis, en ekkert varð svo úr þeim.
Ætlaði sér að nýta sér uppsögn á samningi og hún virkjaðist þar sem hann samþykkti félagaskipti erlendis, en ekkert varð svo úr þeim.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fótbolti.net fjallaði um það í dag að Tómas Bent Magnússon væri með lausan samning þar sem samningur hans við ÍBV væri úr gildi.

Hann hefur verið að æfa með Val en planið hjá honum var að fara út til Englands og hafði samþykkt félagaskipti til Harrogate Town. Hann var með ákvæði í samningi sínum við ÍBV sem hann nýtti sér til að fá sig lausan. En ekkert varð úr félagaskiptunum til Englands þar sem hann fékk ekki atvinnuleyfi.

Miðjumaðurinn Tómas æfði með Harrogate Town á reynslu í síðasta mánuði og planið var að fara aftur í þessum mánuði og byrja að spila þegar glugginn opnar í janúar.

Eftir Brexit er erfiðara fyrir Íslendinga að fá atvinnuleyfi á Englandi og uppfyllti Tómas ekki þau skilyrði sem gerð er krafa um.

En af hverju Harrogate Town? Liðið er í 18. sæti ensku League Two, fjórðu efstu deildar. Þessi möguleiki kom upp í gegnum Lewis Oliver Mitchell sem var aðstoðarþjálfari ÍBV á síðasta tímabili og er með Forum Sports Management umboðsskrifstofuna.

Tómas, sem er 22 ára og hefur verið lykilmaður hjá ÍBV síðustu tímabil, er nú með lausan samning og segist vera opinn fyrir öllu. Hann útilokar ekki að vera áfram hjá ÍBV en segir að það sé þó líklegast að hann haldi annað þar sem stefnan sé að vera á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þar bæði í skóla og vinnu.

ÍBV vann Lengjudeildina í sumar og var Tómas valinn í lið ársins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner