Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fim 05. desember 2024 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spiluðu með ÍBV síðustu tímabil en æfa núna með Val
Tómas Bent Magnússon.
Tómas Bent Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Ernir Hrafnkelsson og Tómas Bent Magnússon, leikmenn ÍBV, eru að æfa með Val. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Guðjón Ernir er 23 ára hægri bakvörður eða vængbakvörður sem kom til ÍBV frá Hetti/Hugin fyrir tímabilið 2020 og var því að klára sitt fimmta tímabil í Eyjum. Hann sagði nýverið við Fótbolta.net að hann væri opinn fyrir því að skoða aðra möguleika.

Tómas Bent er 22 ára miðjumaður sem uppalinn er hjá ÍBV. Hann hefur verið í stóru hlutverki síðustu árin hjá liðinu. Samningur hans er úr gildi en Guðjón Ernir er samningslaus.

Þeir æfa núna báðir með Val og spurning hvort þeir fái samning þar.

ÍBV komst upp í Bestu deildina síðastliðið sumar en Valur hafnaði í þriðja sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner